spot_img
HomeFréttirRussell Westbrook valinn MVP

Russell Westbrook valinn MVP

Verðlaunaafhending NBA deildarinnar fór fram í nótt þar sem veitt voru verðlaun þeim leikmönnum sem þóttu skara framúr í deildarkeppni NBA deildarinnar í vetur. Þetta var í fyrsta skipti sem sérstök hátíð var haldin til að veita verðlaunin. 

 

Russell Westbrook leikmaður Oklahoma City Thunder var valinn verðmættasti leikmaður NBA deildarinnar. Hann var 135 atkvæðum á undan James Harden frá Houston Rockets sem var í öðru sæti valsins. Kahwi Leonard var þriðji í valinu. Ræðu Westbrook frá verðlaunahátíðinni má finna hér að neðan: 

 

 

Russel Westbrook hélt liði Oklahoma City Thunder á herðum sér allt tímabilið. Hann endaði með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabilinu en þetta er í annað skipti sem leikmanni tekst það. Oscar Robertson var síðastur til að afreka þetta og því um algjörlega sögulegt afrek að ræða. Oklahoma City Thunder endaði í sjötta sæti vesturdeildar NBA deildarinnar með 47 sigra. NBA deildin var ekki lengi að henda upp alvöru myndbandi fyrir Westbrook og má finna þetta hér að neðan: 

 

 

Önnur verðlaun þetta árið eru eftirfarandi:

 

Varnarmaður ársins: Draymond Green – Golden State Warriors

Sjötti leikmaður ársins: Eric Gordon – Houston Rockets.

Nýliði ársins: Malcom Brogdon – Milwaukee Bucks.

Mestu framfarir ársins: Giannis Antetokounmpo – Milwaukee Bucks.

Þjálfari ársins: Mike D'Antoni – Houston Rockets.

 

 

Stoðsending ársins: Draymond Green á Steph Curry á Kevin Durant.

 

 

Varið skot ársins: Kahwi Leonard

 

Troðsla ársins: Victor Oladipo – Oklahoma City Thunder.

 

 

Sigurkarfa ársins: Russell Westbrook – Oklahoma City Thunder.

 

 

Frammistaða ársins: Klay Thompson – Golden State Warriors.

 

 

 

Augnablik ársins í úrslitakeppninni: Kevin Durant – Golden State Warriors. 

 

Fréttir
- Auglýsing -