Verðlaunaafhending NBA deildarinnar fór fram í nótt þar sem veitt voru verðlaun þeim leikmönnum sem þóttu skara framúr í deildarkeppni NBA deildarinnar í vetur. Þetta var í fyrsta skipti sem sérstök hátíð var haldin til að veita verðlaunin.
Russell Westbrook leikmaður Oklahoma City Thunder var valinn verðmættasti leikmaður NBA deildarinnar. Hann var 135 atkvæðum á undan James Harden frá Houston Rockets sem var í öðru sæti valsins. Kahwi Leonard var þriðji í valinu. Ræðu Westbrook frá verðlaunahátíðinni má finna hér að neðan:
Russel Westbrook hélt liði Oklahoma City Thunder á herðum sér allt tímabilið. Hann endaði með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabilinu en þetta er í annað skipti sem leikmanni tekst það. Oscar Robertson var síðastur til að afreka þetta og því um algjörlega sögulegt afrek að ræða. Oklahoma City Thunder endaði í sjötta sæti vesturdeildar NBA deildarinnar með 47 sigra. NBA deildin var ekki lengi að henda upp alvöru myndbandi fyrir Westbrook og má finna þetta hér að neðan:
Önnur verðlaun þetta árið eru eftirfarandi:
Varnarmaður ársins: Draymond Green – Golden State Warriors
Sjötti leikmaður ársins: Eric Gordon – Houston Rockets.
Nýliði ársins: Malcom Brogdon – Milwaukee Bucks.
Mestu framfarir ársins: Giannis Antetokounmpo – Milwaukee Bucks.
Þjálfari ársins: Mike D'Antoni – Houston Rockets.
Stoðsending ársins: Draymond Green á Steph Curry á Kevin Durant.
THE 2017 NBA ASSIST OF THE YEAR GOES TO STEPH CURRY! pic.twitter.com/S8LOUBbiYu
— The Fuzz (@TheFuzzNBA) June 27, 2017
Varið skot ársins: Kahwi Leonard
Your 2016-2017 NBA Block Of The Year Award goes to…
Kawhi Leonard _x1f525_ #NBAAwards
— On The Bleachers NBA (@OTBNBA) June 27, 2017
Troðsla ársins: Victor Oladipo – Oklahoma City Thunder.
The dunk of the year belongs to @VicOladipo! #NBAAwards pic.twitter.com/a9lwOYquvN
— NBA (@NBA) June 27, 2017
Sigurkarfa ársins: Russell Westbrook – Oklahoma City Thunder.
Westbrook wins Game Winner of the Year with this unforgettable shot that capped off his historic season. #NBAAwards pic.twitter.com/0Xu0oou3f3
— Up The Thunder (@UpTheThunder) June 27, 2017
Frammistaða ársins: Klay Thompson – Golden State Warriors.
Congratulations to @KlayThompson on Best Performance of the Year Award _x1f3c6__x1f525_#NBAAwards
— On The Bleachers NBA (@OTBNBA) June 27, 2017
Augnablik ársins í úrslitakeppninni: Kevin Durant – Golden State Warriors.
Best Playoffs Moment of the year pour Kevin Durant #NBAAwards pic.twitter.com/a7B7nFvYm3
— DABEN (@Dabenscream) June 27, 2017