spot_img
HomeFréttirRussell Westbrook er farinn í sumarfrí

Russell Westbrook er farinn í sumarfrí

 

Þrír leikir fóru fram í 16 liða úrslitum NBA deildarinnar í nótt. Í Houston lokuðu heimamenn í Rockets einvígi sínu gegn Oklahoma City Thunder, 4-1. Stjörnuleikmaður Rockets, James Harden, frábær í leiknum. Skoraði 34 stig og tók 8 fráköst. Verðandi verðmætasti leikmaður þessa árs, Russell Westbrook, því kominn í sumarfrí.

 

 

Það sauð aðeins uppúr á milli Westbrook og Beverley í leiknum:

 

Russ and Beverley _x1f602_

A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) on

 

Þá tók einn eigenda Rockets upp á því að röfla í dómaranum í leiknum:

 

Rockets owner Leslie Alexander pulls a power move _x1f440_

A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) on

 

Í San Antonio tóku Spurs aftur forystuna í einvígi sínu gegn Memphis Grizzlies. Var það varaleikstjórnandi Spurs, Patty Mills, sem að stal senunni, skoraði 20 stig á þeim 20 mínútum sem hann spilaði í leiknum.

 

 

Þá tóku Utah Jazz forystuna í einvíginu gegn Los Angeles Clippers, 3-2. Miklar sviptingar verið í leikmannahópum liðanna í seríunni. Þar sem að Blake Griffin verður ekki meira með Clippers mönnum í vetur, en Rudy Gobert er kominn aftur í hóp Jazz. 

 

 

Úrslit næturinnar

 

Oklahoma City Thunder 99 – 105 Houston Rockets

Rockets sigruðu einvígið 4-1

 

Memphis Grizzlies 103 – 116 San Antonio Spurs

Spurs leiða einvígið 3-2

 

Utah Jazz 96 – 92 Los Angeles Clippers

Jazz leiða einvígið 3-2

Fréttir
- Auglýsing -