spot_img
HomeFréttirRússar og Frakkar tryggðu sig inn í undanúrslitin

Rússar og Frakkar tryggðu sig inn í undanúrslitin

 
Í dag voru það Rússar og Frakkar sem hrifsuðu til sín tvö síðustu sætin í undanúrslitum Evrópumeistaramóts karla sem stendur nú yfir í Litháen. Frakkar lögðu Grikki og Rússar höfðu betur gegn Serbum.
Frakkland 64-56 Grikkland
Rússland 77-67 Serbía
 
Undanúrslitin líta því svona út:
 
Spánn-Makedónía
Frakkland-Rússland
 
Álagið á leikmönnum er gríðarlegt í mótinu en undanúrslitin fara fram strax á morgun, viðureign Spánverja og Makedóna hefst kl. 14.30 og leikur Frakka og Rússa hefst kl. 18.00.
 
Mynd/ FIBA EUROPE: Andrei Kirilenko og félagar í rússneska liðinu eru komnir í undanúrslit.
Fréttir
- Auglýsing -