spot_img
HomeFréttirRússar komnir í undanúrslit

Rússar komnir í undanúrslit

Fyrsta leiknum í 8-liða úrslitum körfuboltans á Ólympíuleikunum er lokið þar sem Rússar höfðu betur gegn Litháen og komust fyrir vikið inn í undanúrslit keppninnar. Rússar voru með tökin á leiknum en Litháar bitu ávallt frá sér en þeir rússnesku kláruðu dæmið að lokum 83-74.
Rússland leiddi 32-27 í hálfleik en þessi lið mættust einmitt fyrir 20 árum á Ólympíuleikum þar sem Litháen hafði betur og vann til bronsverðlauna. Það átti ekki að endurtaka sig þrátt fyrir að Litháen hafi minnkað muninn í 54-53 í upphafi fjórða leikhluta. Um miðbik fjórða var munurinn kominn í 10 stig og lokatölur urðu eins og áður segir 83-74.
 
Andrei Kirilenko var stigahæstur í rússneska liðinu með 19 stig en hjá Litháen var Rimantas Kaukenas stigahæstur með 19 stig.
 
Mynd/ Kirilenko og félagar í Rússlandi eru komnir í undanúrslit í London.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -