Fyrir skemmstu rakst ég á umræðu á Facebook um villufjölda LeBron James í Chicago Bulls seríunni, en hann hefur afrekað það að brjóta aðeins þrisvar af sér í þeim fjórum leikjum sem lokið er. Yfir 160 mínútur leiknar og einungis þrjár dæmdar villur – þar af ein tæknivilla. Þetta gera 0,75 villur í leik og rúmlega 53 mínútur á milli villna.
Það hefur lengi verið deiluefni meðal NBA hvort LeBron James fái sérmeðferð hjá dómurum deildarinnar, hvort sem það er sá fjöldi skrefa sem hann tekur eða hvort hann sé verndaður fyrir áköfum varnarmönnum. Til að komast að einhverju leyti til botns í því máli er best að bera saman ýmsar kennitölur milli stórstjarna NBA deildarinnar í gegnum tíðina.



