spot_img
HomeFréttirRuslatal nr 7

Ruslatal nr 7

 
Það er triple-double stríð hafið í Dominos deildinni. Stríð milli tveggja leikmanna. Emil Bara-já í Haukum hefur loggað tvö kvikindi en Pavel Þrennolinski setti upp eina sem var svo dónaleg að það ætti að telja hana sem tvær. Pavel var líka tæpur á þrennu núna gegn Njörds í bikarnum. Vantaði bara eitt skitið stig. Damn… Elvar og Gunni Ólafs í sigtinu hjá St. Francis skólanum í NYC. Njótið þessara ungu snillinga í vetur því þeir eru á förum og koma sennilega ekki aftur í bráð. Landsliðið verður hins vegar bara betra fyrir vikið… NBA deildin fór af stað í vikunni. Meistararnir í Heat tóku vel á móti Bulls í fyrsta leiknum en skitu svo upp á bak í leiknum gegn Philly. Michael Carter-Williams spilaði þar eins og boss og sýndi nýkrýndum meisturum enga virðingu. MCW skilaði klámfengnum tölum í statlogginn sem fengu sólstrandargæjana til að roðna… Heat töpuðu svo einnig fyrsta leiknum gegn Nets en þar er massíft rivalry í fæðingu. Það hefur færst alla leið frá Boston til Brooklyn. Brooklyn-Miami matchuppin verða mun skemmtilegri en Brookly-NYK… Nets lúkkuðu annars óþægilega vel út á móti Heat. Bæði í vörn og sókn… Talandi um lið sem lúkka óþægilega vel út, hafiði séð Houston Rockets spila? Tilraunin þeirra Daryl Morey og Kevin McHale virðist vera að ganga upp og Dwight Howard allt í einu farinn að spila á pari við sjálfan sig… 
 
We OUT like Dwightmare
Fréttir
- Auglýsing -