Allt vitlaust í síðustu viku út af úrskurði aganefndar í máli Magga Gunn, þar sem gróft brot hans á Brilla í KR, var tekin fyrir. Maggi fékk tvo leiki, sem vekur furðu þar sem hann fékk einn leik fyrir að lemja Brilla í fyrra og boltinn var hvergi nærri þá. Þetta vekur vissa furðu, en aganefnd er ekki alltaf samkvæm sjálfri sér… Maggi bar fyrir sig of stórum bingóvöðva í viðtali í vikunni. Hann hafi slegist í andlitið á Brilla. Annars var hann að fara í boltann. Brilli hefði ekki staðið upp hefði hann ætlað að meiða hann. Eigum við ekki að róa okkur aðeins og spila bara körfubolta. Hlutir gerast í hita leiksins og menn taka því sem þeim ber… Annars er yfirgnæfandi fjöldi þeirra sem tóku þátt í könnun hérna á Karfan.is á því þetta hafi verið annað hvort hæfilegur eða allt of vægur dómur… Þrennuveislan heldur áfram og það sem betra er að þær eru að koma í öllum regnbogans litum og frá öllum deildum. Hafið þið samt áttað ykkur á því að Pavel Ermolinskij ER MEÐ ÞRENNU AÐ MEÐALTALI Í LEIK?! Hvaða rugl er þetta?… Kom í ljós í vikunni að Blake Griffin er vél og hlaðinn með batteríi… Kobe Bryant hefur nú klúðrað fleiri skotum en nokkur annar í sögu NBA deildarinnar. Um 40% sókna Lakers enda í höndunum á honum. Maðurinn er svo firrtur að hann sagði að 34 skot hans á 31 mínútu í leik Lakers gegn Warriors í gær hafi verið í sjálfsvörn en hann líkti leik Lakersliðsins við vettvang glæps… Við ætlum að slútta þessu núna með þessum gullmola af myndbandi sem við fundum í vikunni. #KeepItGangsta.
Við erum OUT eins og Brilli Boogie eftir Magga Bingó.



