spot_img
HomeFréttirRuslatal nr 18

Ruslatal nr 18

Hressandi vika að baki… Keflvíkingar tóku sig til og hraunuðu yfir okkur í fréttatilkynningu í síðustu viku út af “stóra” Johnston-málinu. Það er nú einu sinni þannig að Ruslatalið er pistill sem birtir sögusagnir og óstaðfestar fréttir, svo lengi sem þær eru ekki ærumeiðandi. Hvað svo sem fólk ákveður að gera með þær, trúa þeim eða ekki, er þeirra mál. Þetta eru ekki ritrýndar rannsóknargreinar heldur blaður um það sem er að gerast í körfuboltaheiminum og ber að taka því sem slíku… Eitt verður þó að segjast að vakin var óþarflega mikil athygli á þessu máli með þessum viðbrögðum sem vöktu eflaust spurningar lesenda á hversu mikið var í raun til í “gróusögunum”… En nóg af því. Öll lið í deildinni fá sömu meðhöndlun á Ruslinu. Ef lið eða leikmenn eru að standa sig fá þau props, ef ekki fá þau diss. Allar ásakanir um annað eru hlægilegar… KRingar rétt mörðu sigur á Stjörnunni í Garðabæ í gær til að tryggja sig í úrslitin. Það verður bara að segjast að KR var síður en svo traustvekjandi í leik sínum gegn Garðbæingum. Öll skilvirkni í sókn hrapaði niður í meðalmennsku-gildi og er ljóst að Finnur þarf að rassskella þessa gutta fyrir úrslitin. Grindvíkingar, sem líklegast er að komist í úrslitin ***óstaðfest gróusaga eða mögulega slúður***, munu finna og höggva í alla veikleika sem þeir finna á KR liðinu… Ekki gleyma að Grindvíkingar eru eina liðið sem vann KR í deildinni, og það í DHL höllinni… Nets sópuðu Heat í deildinni 4-0 og eru menn að velta því fyrir sér hvort Nets geti orðið ógn fyrir Heat í úrslitakeppninni. Það hefur gefið gott fyrir þá að vera með Mirza Teletovic í center… Joel Embiid hefur lýst því yfir að hann ætli í NBA draftið í sumar en Julius Randle þvertekur fyrir að hann ætli sjálfur… Andrew Wiggins er hins vegar búinn að lýsa yfir fyrir löngu síðan… ***Yfirlýsing*** Krossóverið hans Andre Iguodala er það alla svakalegasta sem við höfum séð lengi. Quincy Miller vissi ekki á hvaða plánetu hann var þegar hann fauk í gólfið… Auðvitað þurfti formlega staðfestingu frá NBA deildinni að blokkið hans Mason Plumlee á LeBron hafi ekki verið villa. Eðlilegt?…
 
We OUT like óstaðfestar gróusögur og slúður
 
Fréttir
- Auglýsing -