spot_img
HomeFréttirRuslatal nr 16

Ruslatal nr 16

Það munaði litlu að við þyrftum að éta hattinn okkar enn og aftur þegar Stjarna var tæp á að komast yfir 1-0 á móti KR í fyrsta leiknum í DHL höllinni um daginn. Því miður varð demoralizing tap í framlengingu staðreynd og ljóst að áframhaldið yrði erfitt fyrir Garðbæinga. Þeir hefðu þurft að klára þennan leik til að eiga séns í framhaldið. KR spilar ekki svona illa tvo leiki í röð… Þetta gæti samt verið vandamál fyrir KR að koma alltaf svona ryðgaðir til leiks eftir langa hvíld. Við sjáum þá sópa Stjörnunni út en sjáum fram á langa seríu í Suðurnesja-einvíginu. Því verða KR-ingar að vera tilbúnir að verja heimavöllinn strax í fyrsta leik… Kanalausar Snæfellsstúlkur sópuðu út Lele Hardy og félögum í þremur leikjum og eru því Íslandsmeistarar í Dominosdeild kvenna. Mikið rætt um það að Twitter að koma sjarmatröllsins Finns Magnússonar til Stykkishólms hafi haft þetta að verkum. Hann kann að tríta skvísurnar sá… Hildur Sig MVP að sjálfsögðu enda með 17 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar í leik í úrslitakeppninni. Whadda(wo)man… Njarðvíkingar gripu Grindvíkinga með allt niður um sig í Röstinni í fyrsta leik þeirra í seríunni. Spurning hvort þessi afmælisveisla og allt sem henni fylgdi hafi haft neikvæð áhrif á leik liðsins. Njarðvíkingar hafa nú heimaleikinn og gætu mögulega klárað þetta í fjórum leikjum ef þeira halda rétt á spilunum. Við spáum samt enn Njarðvík áfram eftir oddaleik… Við höfum sent beiðni á KKÍ um að flýta leiknum í kvöld þar sem við þurfum að ná Stóru málunum með Lóu Pind á Stöð 2. Það ætti ekki að vera mikið mál… Nýjasta bakskitan frá Indiana Pacers er tap á heimavelli gegn Atlanta Hawks. Voru 55-23 undir í hálfleik. Larry Legend þarf að fara að rífa í hnakkadrambið á þessum guttum að lemja eitthvað vit í þá. Heat munu hlæja að þeim í úrslitakeppninni með þessu áframhaldi…
 
We OUT like mórallinn hjá Pacers
Fréttir
- Auglýsing -