spot_img
HomeFréttirRuslatal nr 14

Ruslatal nr 14

 
Úrslitakeppnin hjá stelpunum fór af stað um helgina með látum… Valur ákváðu að fara all-Jordan-rules á Snæfell og spiluðuð heldur ákafa og harða vörn á Snæfellsliðið sem endaði með því að Hugrún og Chynna fóru meiddar af velli. Við sjáum þessi meiðsli ekki breyta spá okkar um að Snæfell fari áfram í úrslitin en þetta breytir heldur betur valdajafnvæginu þar á móti og Haukum sem við gerum ráð fyrir að fari alla leið… Lele var aðeins á lága drifinu gegn Kef með 28 stig og 17 fráköst en sigurinn var öruggur… 5 stig af bekknum hjá Kef og 28% nýting í teignum duga ekki ef  þær ætla að komast framhjá Haukum… Niðurröðun fyrir úrslitakeppnina hjá körlunum er klár. Okkar spá: KR-Snæfell 3-0, Kef-Stjarnan 3-1, Grindavík-Þór 3-0 og Njarðvík-Haukar 3-1… Snæfell rétt slefar inn í playoffs og á ekkert í KR… Kef – Stjarnan verður vonandi skemmtileg viðureign eins og í fyrra en við erum ekki að halda í okkur andanum. Stjarnan hefur verið viss vonbrigði í vetur… Þór á ekkert í Grindavík núna og það verður auðvelt hjá Grinds… Njarðvík – Haukar verður serían í fyrstu umferð.  Okkur langar að setja 3-2 á það fyrir Njarðvík en bæði lið hafa verið upp og niður í leikjum sínum í vetur. Ef eitthvað “upset” verður í fyrstu umferð þá er það þarna, en við ætlum að tippa á Njarðvík… Blaðamenn vestanhafs troða nú á hvorum öðrum til að koma með fréttir af því hvaða áhrif ráðning Phil Jax í NY hafi á deildina. Það nýjasta er að vitnað er í einhvern “vin” LeBron James um að hann muni tvímælalaust skoða það að fara til Knicks þegar hann verður með lausan samning… Leyfið manninum að spila körfubolta og hafa áhyggjur af því hvar hann spilar á næsta samningi þegar að því kemur… Hvað Knicks varðar þá er tvennt í stöðunni: James Dolan, eigandi Knicks þarf að gefa Jax fulla stjórn á öllu sem varðar liðið og hætta svo að hringja í og hlusta á Isiah Thomas. Sá er meðal annars ástæðan fyrir því að félagið er núna rjúkandi rúst. Félagið er í skítnum núna og það er ekkert stórkostlegt að fara að gerast þarna á næstu þremur árum. Það þarf að hreinsa til á leikmannalistanum og byggja upp hægt og rólega því Knicks eru búnir að henda frá sér öllum valréttum á næstunni… Kyrie Irving er out og líklegast það sem eftir er að tímabilinu. Nú þarf Anthony Bennett að stíga upp og bjarga málunum. Einmitt… Stephen Curry bætti enn eitt metið í þriggja stiga skotum í gær. Hann hefur nú skorað 484 þrista á þessu og síðasta tímabili til samans og það er víst met. Hann þarf samt að skora yfir 3,5 þrista í leik það sem eftir er af tímabilinu til að jafna 272 þrista metið sitt í fyrra. Hann er að skora 3,3 í leik sem stendur…  Jared Jack er ekki sáttur við ermabolina. Leyfum honum að útskýra: “We’re like the Beach Police. You know those police who are on the beach with those bikes? They’ve got those little shirts with the shorts? That’s what we look like. Like we about to give somebody a citation.” Word… Ray Allen hefur nú tekið fram úr Allen Iverson á stigalistanum. Jesus er nú í 21. sæti… 
 
We OUT like Wesley Matthews eftir þennan ökklabrjót.
 
Fréttir
- Auglýsing -