spot_img
HomeFréttirRuslatal nr 12

Ruslatal nr 12

Phil Jackson og New York Knicks hafa komist að samkomulagi. Jax verður “President of Basketball Operations” eða “Philosopher in Chief” hjá Knicks. Ekkert heyrst af ráðningum hans í kjölfarið… Kobe er out og kemur ekki aftur á þessari leiktíð. Enda alfarið tilgangslaust að rembast eitthvað núna á meðan Lakers liðið er í skítnum. Kobe hefur einnig látið hafa eftir sér að hann hafi “engan áhuga” á að hafa Mike D’Antoni áfram sem þjálfara. Kobe hefur einnig sagt að Lakers eigi að semja aftur við Pau Gasol en D’Antoni hefur átt í útistöðum við Pau undanfarið. Ekki ólíklegt að Jim Buss verði að játa sig sigraðan og henda D’Antoni fyrir rútuna í sumar. Ef hann ætlar sér eitthvað með þetta félag er ekkert annað í stöðunni. Mike D’Antoni er alveg skítsæmilegur þjálfari ef hann hefur þann leikmannahóp sem hann þarf líkt og í Phoenix. Hann er hins vegar alveg vita vonlaus í því ástandi sem ríkir í Los Angeles þessa dagana… Magic Johnson hefur farið mikinn á Twitter að ítreka það hvað Lakers þurfa mikið á Phil Jackson að halda til að komast aftur í fyrri hæðir, og ættu ekki að hleypa honum til Knicks. Eitt er þó ljóst, eitthvað þarf að gera… Andrew Bynum spilaði sinn fyrsta leik fyrir Pacers um daginn. Gerði sig breiðan í teignum í fyrstu snertingu og tróð yfir Celtics vörnina. Verður forvitnilegt að sjá hvernig hann stendur í playoffs, en Pacers veitir ekki af vítamínsprautu þessa dagana… Vissuð þið að Chris Bosh flossar í villu í Florida sem metin er á $12 milljónir. Dafuq?!… Shaq segist eyða $1000 á viku í iPhone apps. Eðlilegt?… Dominosdeildin búin hjá stelpunum og ljóst að Snæfell mætir Val og Haukar mæta Kef. Við sjáum ekkert annað í spilunum en rematch milli Chynna og Lele í úrslitum. Það verður svakaleg sería samt…
 
We OUT like Mike D’Antoni í sumar
 
Fréttir
- Auglýsing -