spot_img
HomeFréttirRuslatal nr 11

Ruslatal nr 11

 
Zup… Knicks og allur körfuboltaheimurinn bíða nú eftir svari Phil Jackson við tilboði félagsins í starf handa The G.O.A.T. allra þjálfara. Jax vill skv heimildum fá algert einræði yfir liðinu og loforð frá Melo að hann verði áfram hjá Knicks. Gefið manninum það sem hann biður um. Eins og staðan er í dag hafa Knicks engu að tapa… Því hefur einnig verið hent fram að Jackson myndi byrja á því að ráða Steve Kerr sem þjálfara liðsins og við höfum heyrt margar verri hugmyndir en það… Marcin Gortat vill ekki þessar leikskólareglur í NBA deildinni og vill bara að menn fái að slást þegar þess þarf. Menn þurfa að pústa oft og þá þarf bara að leyfa mönnum að fleygja nokkrum höggum og toga þá svo í sundur líkt og leyft er í NHL deildinni. Vitum ekki alveg en að okkar mati er þetta bara öfgarnar í hina áttina. Sjáum ekki alveg sjarmann við það þegar leikur stoppar í NHL svo tveir bjánar geti skipts á höggum og misst nokkrar tennur. Man Gortat ekkert eftir Malice at The Palace? Menn eiga samt að okkar mati að fá að tala smá skít við hvorn annan. Það gerir bara leikinn skemmtilegri… Ein spurning. Var PJ Tucker ekki bara að gera það sem flest allir aðrir í deildinni hugsa um að gera? Jussayin’… Menn eru að tala um að D-12 sé kominn aftur. Við verðum ekki sannfærðir fyrr en hann nær vítanýtingunni upp fyrir skotnýtinguna. Einmitt… Anthony Bennett er meiddur og verður það næstu 3 vikurnar. Meiriháttar vonbrigði fyrir Cavs þar sem hann var með hátt í 4,5 stig og 2,9 fráköst í leik. Nýtingin var heldur ekki að hjálpa skemma fyrir en hún er 33,6% í vetur. Bennett sem var á góðri leið með að ná drasl nýliði ársins titlinum í vor… Þeir tala með rassgatinu þarna í Minnesota en þar var þingmaður gripinn glóðvolgur við þá iðju á Twitter um daginn, en það er löngu vitað mál að áfengi og Twitter fara ekki saman (við þekkjum það). Hann fór ófögrum orðum um leikmenn NBA deildarinnar og sagði að einu neikvæðu áhrifin af því að leggja NBA deildina niður væri aukin glæpatíðni í Bandaríkjunum. Vitum ekki með ykkur en að okkar mati er þetta er góður kandídat í “Rasstal ársins”. Hann þurfti svo að éta þetta náttúrulega oní sig aftur og skola niður með volgri mysu… Skal einhvern að undra að Karl Malone noti samlokusíma? Hann keyrir um á fekking 18 hjóla trukk forkræsseik og með 10 gallona kúrekahatt. Hissa á að hann sé með farsíma en ekki gömlu NMT töskuna… Af Wiggins vaktinni er það að frétta að dýrið setti 41 stig á West Virginia um daginn og var 12/18 utan að velli. Millwaukee Bucks telja mínúturnar í draftið…
 
We OUT like sá sem lendir í Pólska Hamrinum þegar NBA leyfir slagsmál
Fréttir
- Auglýsing -