spot_img
HomeFréttirRuslatal nr 10

Ruslatal nr 10

Nú þegar Dominosdeild karla er fagurfræðilega fullkomin og symmetrísk en slík staða kemur upp álíka oft og fullkominn sólmyrkvi – er kominn tími á Ruslatal. Við vitum að þið hafið saknað okkar… ekki vera hrædd við að viðurkenna það… Pavelino er að setja ný viðmið í þrennum þessa dagana. Síðustu 5 leiki er hann með þrennu að meðaltali í leik. Toppið það! Eftir slakan leik gegn Grindavík hefur hann spilað sem andsetinn maður og á mikinn þátt í því að KR-ingar eru búnir að tryggja sér deildarmeistarann svona snemma… Pavel er sem stendur þrennukóngur deildarinnar með 7 kvikindi en næstur á eftir honum er Emil Barja með 4 og það eru aðeins 2 leikir eftir af deildinni, svo Pavel er búinn að tryggja þetta… Chelsie Schweers heldur áfram að grilla andstæðinga sína. Hún er með 31,1 stig að meðaltali í leik, 9,3 fráköst og 3,8 stoðsendingar. 30,6 framlagsstig í leik sem er annað besta á eftir Lele í deildinni. Hún er sem stendur eini meðlimur Dominosdeildar kvenna í 50/40/90 klúbbnum með 50,2% skotnýtingu, 50,8% þriggja stiga nýtingu og 92,7% vítanýtingu. Ótrúlegur leikmaður… Af NBA er það að frétta að Indiana eru að skíta á röngum tíma og Houston eru að toppa á hárréttum tíma… Vörnin hjá Indiana er að hrynja niður í lægðir á pari við Cleveland, sem er ekki gott ef þú ekki vissir… Miami vélin er líka að hiksta og hafa frákastavandamál liðsins verið meira til vandræða en áður. Sást best í grind-out sigri Bulls á meisturunum í Chicago í gær… Það eru bara allir að tanka í NBA núna. Allt frá Lakers til Bucks. Einhvern veginn finnst manni eins og Knicks séu líka að því en við skiljum ekki alveg hvers vegna það ætti að vera þar sem þeir eiga lítið cap space og engin pikk í næsta drafti, og gætu mögulega misst Melo í sumar. Föööögggd… Knicks eru samt að reyna að fá Phil Jackson í framkvæmdastjórastöðu og hlutirnir gætu mögulega eitthvað breyst við það… En að öðru, eru ekki allir komnir með miða á JT? Við vonum bara að hann spili öll önnur lög en Mirrors. Það er mögulega leiðinlegasta lag sem hann hefur látið frá sér. Minnir um margt á Cry Me A River. Munið þið hvers vegna það var samið? Jú, hann að drulla yfir Britney fyrir að halda framhjá sér. Nú nokkrum árum síðar er hann að endurnýta sama lagið (og Timbaland að frussa aftur í mækinn) til að væla í Jessicu Beal um að fyrirgefa sér fyrir að hafa haldið framhjá henni með Milu Kunis… karma is a bitch segja þeir… Munið eftir að tékka á “Ruslið” playlistanum á Spotify. Setja follow á það dæmi því það er alltaf eitthvað gúddsjitt þar…
 
We OUT like Knicks í næsta drafti
 
 
Fréttir
- Auglýsing -