Njarðvíkingurinn Rúnar Ingi Erlingsson hefur samið við Val í 1. deild karla og mun því segja skilið við Njarðvíkinga að sinni. Þá hefur Ragnar Gylfason framlengt hjá Valsmönnum en hann var einn af lykilleikmönnum liðsins á síðustu leiktíð.
Valsmenn féllu úr Iceland Express deildinni á síðasta tímabili og leika því í 1. deild á komandi leiktíð. Rúnar Ingi er leikstjórnandi og hefur áður gengið vasklega fram í 1. deild og þá með Breiðablik. Rúnar samdi til tveggja ára við félagið.
Mynd/ Rúnar og Ragnar ásamt Ágústi Björgvinssyni þjálfara Vals.