spot_img
HomeFréttirRudy Fernandez vill fara – NBA sektar hann fyrir vikið

Rudy Fernandez vill fara – NBA sektar hann fyrir vikið

Það getur kostað skildinginn að lýsa yfir skoðun sinni en því fékk Rudy Fernandez, leikmaður Portland, að kynnast í vikunni. NBA-deildin sektaði hann um 25 þúsund dollara sem gerir litlar 3 milljónir íslenskra króna(miðað við síðasta gengi) fyrir að lýsa því yfir í fjölmiðlum að hann vilji yfirgefa félagið. Svona ég vil fara sekt er ekkert ný af nálinni en Nate Robinson og Stephen Jackson fengu svona sekt á síðustu leiktíð frá NBA-deildinni.
Rudy hefur óskað því að fá að yfirgefa félagið en hann er sagður vilja yfirgefa NBA-deildina yfir höfuð og fara aftur til Evrópu. Þessi fyrrum leikmaður Joventut frá Badalona á Spáni hefur átt misjöfnu gengi að fagna í NBA-deildinni. Hann þykir góður leikmaður sem átti frábært nýliða tímabil 2008-09 en einhvern veginn var hann ekki að virka hjá liðinu hans Nate McMillan á síðustu leiktíð.
 
Hann er svo áfjáður að yfirgefa Portland og NBA að hann er tilbúinn að vera í verkfalli næstu tvö árin og gera ekkert en það er einmitt tíminn sem hann á eftir af samning sínum við Portland.
 
Nokkur lið hafa spurst fyrir um hann en Portland hefur ávallt sagt að hann sé ekki til sölu. Hvort að afstaða þeirra breytist nú í sumar á eftir að koma í ljós en eitt er víst að félagar hans í Portland kunna án efa lítið að meta það að leikmaður sem spilar yfir 20 mínútur í leik vilji yfirgefa liðið og sé tilbúinn að gera hvað sem er svo það verði að veruleika.
 
Hann fær þó eitthvað annað að hugsa um á næstunni en hann er einn aðal leikmaður spænska liðsins sem ætlar að verja heimsmeistaratitilinn á HM sem hefst á næstunni.
 
Ljósmynd/ Rudy Fernandez er tilbúinn að gera allt til að fara frá Portland.
 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -