spot_img
HomeFréttirRose og Durant leikmenn aprílmánaðar

Rose og Durant leikmenn aprílmánaðar

 
Derrick Rose (Bulls) og Kevin Durant (Thunder) hafa verið útnefndir leikmenn aprílmánaðar í NBA deildinni. Rose var útvalinn leikmaður austurstrandarinnar en Durant leikmaður vesturstrandarinnar. Durant leiddi deildina í stigaskori þetta tímabilið með 30,1 stig að meðaltali í leik en í aprílmánuði var hann með 34,6 stig að meðaltali í leik. Rose var með 25,4 stig í leik og því næststigahæsti leikmaður austurstrandarinnar í apríl.
Rose fór m.a. á kostum í 101-93 sigri Chicago gegn Boston þar sem hann setti persónulegt stigamet í NBA deildinni með 39 stig í leiknum. Þá setti hann annað persónulegt met í sama leik þar sem hann varði 3 skot.
 
Kevin Durant var öllu æstari en Rose í deildarkeppninni í aprílmánuði en hann smellti niður 45 stigum í 140-139 tapleik Oklahoma gegn Utah Jazz.
 
 
Ljósmynd/ Kevin Durant hefur verið magnaður alla leiktíðina í aprílmánuði.
 
Fréttir
- Auglýsing -