spot_img
HomeFréttirRose með stjörnuleik er Bulls tóku 1-0 forystu gegn Indiana

Rose með stjörnuleik er Bulls tóku 1-0 forystu gegn Indiana

 
Úrslitakeppni NBA deildarinnar hófst í nótt þar sem Chicago Bulls, Dallas Mavericks, Miami Heat og Atlanta Hawks tóku 1-0 forystu gegn andstæðingum sínum. Derrick Rose fór á kostum á heimavelli frammi fyrir 23 þúsund áhorfendum er hann stýrði Bulls til 104-99 sigurs gegn Indiana Pacers. Rose setti niður 39 stig, tók 6 fráköst og gaf 6 stoðsendingar í leiknum. Danny Granger var atkvæðamestur hjá Pacers með 24 stig og 6 fráköst.
Dallas Mavericks 89 – 81 Portland Trail Blazers
Dallas leiðir einvígið 1-0
Þjóðverjinn Dirk Nowitzki bauð upp á myndarlega tvennu með 28 stig og 10 fráköst fyrir Dallas og Jason Kidd gerði 22 stig og tók 5 fráköst. Hjá Portland var LaMarcus Aldridge með 27 stig og 6 fráköst.
 
Miami Heat 97 – 89 Philadelphia 76ers
Miami leiðir einvígið 1-0
Chris Bosh var stigahæstur hjá Heat í nótt með 25 stig og 12 fráköst en LeBron James bætti við 21 stigi og 14 fráköstum. Dwyane Wade var rólegastur af þremenningunum með 17 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar. Hjá Philadelphia var Thaddeus Young stigahæstur komandi af bekknum með 20 stig og 11 fráköst.
 
Orlando Magic 93 – 103 Atlanta Hawks
Atlanta leiðir einvígið 0-1
Dwight Howard fór mikinn í tapliði Orlando með 46 stig og 19 fráköst. Þessi svaðalega frammistaða hjá Howard dugði ekki til að þessu sinni en Jameer Nelson bætti við 27 stigum hjá heimamönnum, aðrir leikmenn liðsins höfðu of hljótt um sig gegn sterkum Hawks. Joe Johnson gerði 25 stig í liði Atlanta og Jamal Crawford bætti við 23 stigum.
 
Mynd/ Derrick Rose slær ekki slöku við þessi misserin.
 
Fréttir
- Auglýsing -