spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2027Rosalega jákvætt að sjá unga leikmenn koma óhrædda inn í svona leiki

Rosalega jákvætt að sjá unga leikmenn koma óhrædda inn í svona leiki

Íslenska landsliðið mátti þola tap gegn heimakonum í Portúgal í gærkvöldi í öðrum leik sínum í undankeppni EuroBasket 2027, 100-70.

Ísland hefur því tapað fyrstu tveimur leikjum sínum, en efstar í riðli þeirra eru Serbía með tvo sigra og í öðru sætinu er Portúgal með einn sigur og eitt tap.

Næst á Ísland leiki gegn Portúgal heima og Serbíu úti í mars á næsta ári.

Hérna er meira um leikinn

Karfan heyrði í Ólafi Jónasi Sigurðarsyni aðstoðarþjálfara liðsins og spurði hann út í þennan fyrsta glugga undankeppninnar og hvernig framhaldið liti út.

Varðandi töpin tvö gegn sterkum liðum Serbíu og Portúgal í glugganum sagði Ólafur Jónas ,,Já, tvö stór töp og við ætluðum okkur stærri hluti en þetta. Það sem var kannski mest ábótavant var varnarleikurinn. En við höfum ekki verið mikið að drilla hann þar sem mesti hluti æfinganna fór í að hlaupa nýtt sóknar system. Landsliðið hefur verið að bæta sig mikið undanfarin ár og það tekur að sjálfsögðu smá tíma að innleiða nýja hluti. Það er vissulega stutt í næsta glugga og við verðum enn tilbúnari í það. Rosalega jákvætt að sjá unga leikmenn koma óhrædda inn í svona leiki. Það sýnir okkur að framtíðin er björt.”

Stutt er í næstu leiki liðsins í undankeppninni, en í mars mun liðið leika úti gegn Serbíu og heima gegn Portúgal, varðandi þá leiki sagði Ólafur Jónas ,,Við þurfum að sjá betri varnarleik í næsta glugga og ná að frákasta betur. Við spilum ekki hratt ef við náum ekki stoppum eða fráköstum. Það mun vera til staðar í næsta glugga.”

Fréttir
- Auglýsing -