Rósa Björk Pétursdóttir leikmaður U20 landsliðsins var bjartsýn fyrir leikinn gegn Írlandi í B-deild evrópukeppni U20 landsliða sem fram fer í Ísrael þessa dagana. Hún sagði sitt lið þurfa að mæta tilbúið til leiks og að þær ætluðu sér sigur.
Ísland tapaði í gær gegn Rúmeníu í leik um 9-12 sæti og þarf því að leika hreinan úrslitaleik um 11. sæti mótsins. Liðið hefur enn ekki unnið sigur á mótinu ekki frekar en írska liðið sem einnig tapaði fyrir Rúmeníu í riðlakeppni mótsins.
Örstutt viðtal við Rósu eftir tapið í gær má finna hér að neðan: