spot_img
HomeFréttirRondo gefur grænt á landsliðið

Rondo gefur grænt á landsliðið

 
Rajon Rondo verður með Bandaríkjamönnum á HM í Tyrklandi en leikmaðurinn gaf það út nýverið við töluverðan fögnuð Jerry Colangelo formanns USA Basketball og Mike Krzyzewski landsliðsþjálfara. Miklum tíðindum þykir sæta ef Bandaríkjamönnum tekst að púsla saman sínum helstu stjörnum á stórmótum en það hafðist þó í Peking 2008 þegar liðið varð Ólympíumeistari en við þann lúxus verður ekki búið hjá Team USA á HM í Tyrklandi.
Leikmenn á borð við Deron Williams og Chris Paul verða ekki með Bandaríkjamönnum og allt útlit fyrir að sterkasta lið þeirra mæti ekki til leiks. Svo er ekki að skilja að lið Bandaríkjanna verði ekki sterkt þó margar af skærustu stjörnunum vanti.
 
Rondo slæst nú í landsliðsför með félaga sínum úr Boston, Kevin Garnett, þó Rondo hafi upphaflega ekki verið valinn í landsliðshóp Bandaríkjanna fyrir verkefni á árunum 2010-2012.
 
Ljósmynd/ Rajon Rondo hér staddur í miðri sniðglímu á lofti en hann mun klæðst bandaríska búningum í Tyrklandi síðar í sumar.
 
Fréttir
- Auglýsing -