Nei kannski ekki alveg, en á heimasíðu UMFN er að sjá viðtal við fyrrum leikmann þeirra sem gerði garðinn heldur betur frægann á sínum tíma. Rondey var einn af þeim fáu könum sem endust hér og vann sér mikla virðingu meðal stuðningsmanna körfuknattleiks á Íslandi. Á meðan hver kaninn á fætur öðrum var sendur heim með frímerki á afturendanum "one way" aftur til síns heima raulaði Rondey Robinson Queen slagarann "Another one bites the dust" Viðtal við kappann er birt á heimasíðu UMFN þar sem hann upplýsir að engu hafi munað að hann hafi verið kominn í raðir Grindvíkinga eitt árið. Viðtalið má lesa hér
Rondey Robinson til Grindavíkur
Fréttir



