spot_img
HomeFréttirRomasigur í fyrsta undanúrslitaleiknum

Romasigur í fyrsta undanúrslitaleiknum

21:15

{mosimage}

Jón Arnór Stefánsson og félgar í Lottomatica Roma léku sinn fyrsta leik í undanúrslitum ítölsku deildarinnar í kvöld þegar liðið tók á móti Air Avellino og sigraði 68-63. Leikurinn var æsispennandi frá upphafi til enda og munaði aldrei miklu á liðinum þó Rómverjar leiddu allan fyrri hálfleik. Í seinnihálfleik komust gestirnir einu stigi yfir en það dugði ekki og Roma vann að lokum með 5 stigum.

Jón Arnór kom inná í 1. leikhluta en komst ekki í takt við leikinn. Hann lék alls í 13 mínútur og skoraði 3 stig, mikilvæga þriggja stiga körfu í fjórða leikhluta. David Hawkins var stigahæstur Romamanna með 23 stig en Erazem Lorbek skoraði 20 auk þess að taka 10 fráköst, þeir voru þeir einu sem skoruðu yfir 10 stig í leiknum fyrir Roma. Fyrir gestina skoraði Devin Smith 24 stig en aðrir voru í eins stafs tölu.

Romamenn eru því komnir með 1-0 forystu en liðin mætast á heimavelli Avellino á sunnudag.

[email protected]

Mynd: www.virtusroma.it

Fréttir
- Auglýsing -