8:30
{mosimage}
Jón Arnór Stefánsson og félagar hans í Lottomatica Roma sigruðu Tisettanta Cantú, 80:69, í framlengdum leik í ítölsku A-deildinni í körfuknattleik í kvöld.
Staðan var 66:66 eftir venjulegan leiktíma en í framlengingunni tóku Rómverjar öll völd á vellinum og voru fljótir að gera út um leikinn.
Jón Arnór náði ekki að skora stig að þessu sinni en hann spilaði þó í 24 mínútur af 45 og skaut fimm sinnum á körfuna án þess að hitta. Hann tók 4 fráköst í leiknum og átti tvær stoðsendingar.
Roma komst með sigrinum í annað sæti deildarinnar, hefur nú 38 stig eftir 28 leiki, en Montepaschi Siena er með yfirburðastöðu, 50 stig eftir 27 leiki, fyrir leikina í kvöld.
Mynd: www.virtusroma.it



