spot_img
HomeFréttirRoma leiðir 2-0 gegn Napoli

Roma leiðir 2-0 gegn Napoli

8:44

{mosimage}

Lottomatica Roma eru komnir yfir 2-0 í einvíginu gegn Eldo Napoli en þeir sigruðu 64-68 á útivelli.  Staðan í hálfleik var 28-30 gestunum í vil.  Jón Arnór lék í 19 mínútur og skoraði hann 9 stig.

Lottomatica Roma eru komnir í góða stöðu eftir mjög góðan sigur 64-68 þar sem þeir leiddu nánast allann leikinn.  Staðan eftir fyrsta leikhluta var 19-20, en lítið var skorað í öðrum leikhluta og héldu Romamenn forystu í hálfleik 28-30.  Í þriðja leikhluta bættu Roma við forystuna og komust fimm stigum yfir 45-50.  Varnarleikur beggja liða var sterkur og mikil barátta í gangi.  Jón Arnór var að spila á sínum gamla heimavelli Napolimanna og tryggðu gestirnir sér í Roma mikilvægan sigur 64-68.

Jón Arnór skoraði þrjár þriggja stiga körfur í leiknum, allar í fyrri hálfleik og tók tvö fráköst.

Næsti leikur liðanna fer fram í Róm 22. maí þar sem liðið getur tryggt sér sæti í undanúrslitum.

 

www.kr.is/karfa

 

Mynd: www.virtusroma.it

 

Fréttir
- Auglýsing -