spot_img
HomeFréttirRoma komið í undanúrslit

Roma komið í undanúrslit

7:08

{mosimage}

Jón Arnór og félagar fagna sigrinum í gær 

Jón Arnór Stefánsson og félagar í Lottomatica Roma komust í undanúrslit ítölsku deildarinnar þegar þeir sigruðu Tisettanta Cantú 66-53 á útivelli. Roma mætir Air Avellion í undanúrslitunum.

Jón Arnór var í byrjunarliði Roma sem byrjaði mjög vel og komst í 10-0 og leiddi allan leikinn þó heimamenn kæmust nokkrum sinnum í návígi við þá. Jón Arnór spilaði í 21 mínútu og skoraði 2 þriggja stiga körfur úr 4 tilraunum. Erazem Lorbek var stigahæstur Rómverja með 12 stig en fyrir heimamenn skoruðu Gerald Fitch og Hervé Toure sín 12 stigin hvor.

[email protected]

Mynd: www.virtusroma.it

Fréttir
- Auglýsing -