7:49
{mosimage}
Erazem Lorbek var stigahæstur Romamanna
Lottomatica Roma sem Jón Arnór Stefánsson leikur með sigraði þýska liðið Brose Basket örugglega í Meistaradeildinni í gær, 73-59. Stigahæstur Romamanna var Erazem Lorbek sem skoraði 16 stig.
Jón Arnór lék ekki með vegna meiðsla sinna en það var ánægjulegt að sjá að Daninn Christian Drejer var kominn í leikmannahópinn aftur.
Roma er í sjötta sæti riðils síns en 5 efstu liðin í hverjum riðli komast í 16 liða úrslitin ásamt því lið sem er með besta árangurinn í sjötta sætinu. Fleiri leikir fara fram í dag en að auki eru þrjár umferðir eftir.
Sex lið hafa nú þegar tryggt sér sæti í 16 liða úrslitunum en það eru CSKA Moskva, Montepaschi Siena frá Ítalíu, Unicaja Malaga frá Spáni, L.Rytas frá Litháen, Evrópumeistarar Panathinaikos og Barcelona.
Mynd: shaka



