spot_img
HomeFréttirRoma í 16 liða úrslitin

Roma í 16 liða úrslitin

9:21

{mosimage}

Lottomatica Roma, lið Jóns Arnórs Stefánssonar, tryggði sér í gær sæti í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar þegar liðið lagði Barcelona á útivelli 77-75. Á sama tíma tapaði Cibona leik sínum í B riðli og þar með er sigurhlutfall Roma það gott að þeir eru komnir áfram.

Rómverjar voru í miklum ham í gær og hittu úr 11 af fyrstu 13 þriggja stiga skotum sínum.

Jón Arnór Stefánsson lék ekki með vegna meiðsla.

[email protected]

Mynd: www.virtusroma.it

Fréttir
- Auglýsing -