21:52
{mosimage}
Jón Arnór og félgar voru skrefinu á eftir allan leikinn
Jón Arnór Stefánsson og félagar féllu úr leik í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld þegar liðið átti hræðilegan leik gegn Montepaschi Siena á heimavelli og tapaði 49-70.
Siena menn náðu fljótt forystu í leiknum og juku hana hægt og bítandi allan leikinn.
Jón Arnór lék í 21 mínútu og skoraði 9 stig og ljóst að fyrsta titlalausa árið hjá honum síðan 2004 er staðreynd. Í fyrr vann hann ítalska bikarinn með Napoli og árið áður FIBAEuroCup með Dynamo St. Petersburg.
Mynd: www.virtusroma.it



