spot_img
HomeFréttirRodriguez tekur við Skallagrímskonum

Rodriguez tekur við Skallagrímskonum

Meistaraflokkur Skallagrímskvenna hefur ráðið aðalþjálfara liðsins fyrir tímabilið 2015-2016. Um helgina var skrifað undir samning við spænskan þjálfara sem heitir Manuel A. Rodríguez en hann mun ásamt Signýju Hermannsdóttur mynda þjálfarateymi Skallagríms nú í vetur. Signý gekk eins og kunnugt er til liðs við Skallagrím fyrr í sumar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Borgnesingum.

Manuel A. Rodríguez er 35 ára gamall Spánverji sem á síðasta tímabili stýrði liði Solna Vikings í sænsku úrvalsdeildinni. Hann hefur mikla reynslu af þjálfun kvennaliða og hefur m.a. verið aðstoðarþjálfari í efstu deild á Spáni, stýrt liði í Euroleague, verið hluti af þjálfarateymi yngri landsliða kvenna á Spáni auk þess að þjálfa háskólalið þar í landi með mjög góðum árangri.

Aðspurður segir Manuel: "I'm very happy and grateful to work with the Skallagrimur women's team next season and thanks for the opportunity given. I hope to help with my work. It's very exciting and I'm willing to work tirelessly to take the team as high as they deserve. It will be a tough road, but with great effort and together we will prepare for it."

Manuel tekur við liði Skallagríms í ágúst og er væntanlegur til landsins strax eftir verslunarmannahelgi.

Mynd/ Rodriguez við stjórnartaumana hjá kvennaliði Solna Vikings í Svíþjóð.

Fréttir
- Auglýsing -