Grindvíkingar hafa samið við Rodney Alexander þess efnis að leika með liðinu þetta tímabilið. Rodney er ekki íslendingum ókunnur því kappinn lék 6 leiki með ÍR tímabilið 2011-2012. Rodney setti þá engar slor tölur fyrir Breiðhyltinga eða 25 stig og rúm 9 fráköst á leik. Rodney er ætlað í raun að fylla það skarð sem að Sigurður Þorsteinsson skildi við sig í teig þeirra Grindvíkinga. Rodney er mikill háloftafugl og spurning nú hvort pláss sé fyrir kappann á “þriðju hæðinni” við hlið Ólafs Ólafssonar sem hingað til hefur séð um troðslurnar í Röstinni.



