spot_img
HomeFréttirRodney Alexander til Grindavíkur

Rodney Alexander til Grindavíkur

 Grindvíkingar hafa samið við Rodney Alexander þess efnis að leika með liðinu þetta tímabilið. Rodney er ekki íslendingum ókunnur því kappinn lék 6 leiki með ÍR tímabilið 2011-2012.  Rodney setti þá engar slor tölur fyrir Breiðhyltinga eða 25 stig og rúm 9 fráköst á leik. Rodney er ætlað í raun að fylla það skarð sem að Sigurður Þorsteinsson skildi við sig í teig þeirra Grindvíkinga.  Rodney er mikill háloftafugl og spurning nú hvort pláss sé fyrir kappann á “þriðju hæðinni” við hlið Ólafs Ólafssonar sem hingað til hefur séð um troðslurnar í Röstinni. 
 
Fréttir
- Auglýsing -