spot_img
HomeFréttirRodman á Klakann: Adersen viðburðir og Ball Up Street/NBA færa Íslendingum körfuboltakonfekt

Rodman á Klakann: Adersen viðburðir og Ball Up Street/NBA færa Íslendingum körfuboltakonfekt

Nú í haust mun fara fram hér á landi einn stærsti íþrótta og sýningarviðburður sem farið hefur fram hér á landi, en þá mun hið stórkostlega körfubolta og sýningarlið Ball Up Street/NBA koma til landsins og spila við úrvalslið íslenskra leikmanna sem valið verður af KKÍ og Andersen viðburðum sem er umboðsaðilli Ball up street/ NBA í Evrópu.
Í fréttatilkynningu frá Andersen viðburðum segir:
Í för með Ball Up Street/NBA verða tvær gríðalega stórar íþróttastjörnur úr NBA sem munu leika sem gestaspilarar í leikjunum og ekki leiðinlegt fyrir íslenska körfuboltamenn að fá að spreyta sig á móti þessum snillingum, hinn óviðjafnalegi Dennis Rodman sem allir íslendingar kannast við fyrir mjög svo skrautlegan feril og uppátæki er með í för en þar er enginn smá spaði á ferð og má líkja því við Messi í fótboltanum og Eagles í tónlistinni svo stórt nafn og þekktur er Dennis Rodman.
 
Einnig verður með í för hinn stórkostlegi Tracy Murray sem lék meðal annars með LA Lakers og er því um gríðlegan hvalreka að ræða fyrir alla áhugamenn og konur um körfubolta og íþróttir almennt og alla þá skemmtun sem fylgir þessu liði..
 
Það eru Andersen viðburðir ehf sem sjá um komu "Ball up Street/ NBA" í haust en Andersen er umboðsaðilli Ball Up Street/ NBA í Evrópu.
 
Miðasala hefst á miði.is 17 júní en um 3 (show) leiki er að ræða
 
Karfan.is setti sig í samband við Björgvin Rúnarsson sem hefur veg og vanda að verkefninu en upphaflega stóð til að sjálfur Scottie Pippen myndi koma að verkefninu:
 
,, Scottie Pippen datt út þar sem hann var að ráða sig í þjálfarateymi Chicago Bulls og má því ekki taka þátt í þessu dæmi en í staðinn fengum við 2 spaða þá Dennis Rodman og Tracy Murray, ekki slæm skipti þar,“ sagði Björgvin sem m.a. hefur unnið fyrir Harlem Globetrotters hér á landi.
 
,,Það var í vor sem ég fékk tölvupóst frá einni stærstu umboðsskrifstofu Bandríkjana um hvort ég myndi vilja vinna þetta með þeim hér á landi og í Evrópu ef allt samstarf gengi vel hér á landi. Þeir höfðu fengið fregnir af því að ég hefði unnið fyrir Harlem Globetrotters hér áður og menn þar á bæ báru mér vel söguna. Ég ákvað eftir mikla umhugsun að kýla á dæmið sem er með eindæmum spennandi þar sem fyrrum leikmenn NBA koma að þessu og ekki á hverjum degi sem við hér á klakanum fáum að upplifa þá eða sjá í alvöru leik, hvað þá að íslenskir leikmenn fái að spila á móti þeim allra bestu í heiminum.
 
Fréttir
- Auglýsing -