spot_img
HomeFréttirRobinson troðslumeistari í þriðja skiptið

Robinson troðslumeistari í þriðja skiptið

Nate Robinson, hinn smávaxni bakvörður NY Knicks, vann troðslukeppnina í gærkvöldi og var það í þriðja skiptið sem hann gerði það, sem er met.
 
Hann lagði nýliðann DeMar DeRozan frá Toronto Raptors naumlega þó, í frekar óspennandi keppni sem bauð ekki upp á sömu skemmtun og oft áður.
 
Gerald Wallace og Shannon Brown tóku einnig þátt en féllu úr leik í undanúrslitunum.
 

Þá sigraði Paul Pierce í 3ja stiga skotkeppninni. Hann fékk 20 stig og lagði þar nýliðann Stephen Curry, sem var með 17 stig, og hinn gamalreynda Chauncey Billups sem var með 14.
 
Áður hafði ríkjandi meistarinn Dequan Cook fallið úr leik sem og þeir Channing Frye og Danilo Gallinari.
 
Þá var annar gamall jaxl sigursæll í þrautakepninni, eða Skill Challenge, en þar sigraði Steve Nash sem fór þrautabrautina á 29.9 sek og loks varði Kevin Durant titil sinn í H.O.R.S.E. skotkeppninni (ASNA).
Fréttir
- Auglýsing -