spot_img
HomeFréttirRobert Steven Newson ráðinn til körfuknattleiksdeildar Vals

Robert Steven Newson ráðinn til körfuknattleiksdeildar Vals

14:00

{mosimage}

Körfuknattleiksdeild Vals hefur ráðið ungan breskan þjálfara, Robert Steven Newson, til starfa hjá deildinni næsta keppnistímabil. Robert Steven Newson mun aðstoða við þjálfun meistaraflokks jafnframt því að þjálfa unglinga, drengja og 11. flokk og fleiri yngriflokka félagsins. Einnig mun hann sjá um séræfingar yngri og eldri leikmanna í samráði við aðra þjálfara deildarinnar.

Robert Newson hefur BS gráðu í íþróttafræðum og þjálfun frá Sheffield Hallam University og hefur mikla reynslu bæði sem þjálfari og leikmaður. Robert Newson er mikill liðsstyrkur fyrir körfuknattleiksdeild Vals og er ráðning hans liður í því að efla starf deildarinnar enn frekar.

www.valur.is

Mynd: www.valur.is

Fréttir
- Auglýsing -