spot_img
HomeFréttirRóbert Sigurðsson til ÍR

Róbert Sigurðsson til ÍR

Róbert Sigurðsson mun leika með ÍR á komandi tímabili í efstu deild karla samkvæmt heimildum Körfunnar. Róbert sem að upplagi er úr Fjölni kemur til liðsins frá Álftanesi í fyrstu deildinni, en þar skilaði hann 14 stigum, 5 fráköstum og 9 stoðsendingum að meðaltali í leik í fyrra. Róbert er 27 ára gamall og hefur leikið bæði í efstu og fyrstu deildinni síðan 2013. Síðast lék hann íefstu deild með Fjölni tímabilið 2019-20, þá skilaði hann 9 stigum og 7 stoðsendingum að meðaltali í leik.

Fréttir
- Auglýsing -