spot_img
HomeFréttirRóbert Sean til nýliðanna

Róbert Sean til nýliðanna

Róbert Sean Birmingham hefur samið við Álftanes út tímabilið í Subway deild karla.

Róbert kemur til félagsins frá Concord Academy í Bandaríkjunum, en áður hefur hann einnig leikið fyrir Baskonia á Spáni og uppeldisfélag sitt í Njarðvík.

Róbert er 19 ára, 202 sentímetra vængmaður, en ásamt því að hafa leikið fyrir félagslið hefur hann verið lykilleikmaður í íslenskum yngri landsliðum á síðustu árum. Stopp Róberts á Íslandi verður þó stutt, þar sem hann mun ganga til liðs við fornfrægt lið Indíána State í bandaríska háskólaboltanum næsta haust.

„Við á Álftanesi hlökkum til að fá Róbert inn í liðið. Hann er mikið efni og ekki skemmir fyrir að hann kemur af einstaklega góðu fólki. Hann hefur átt frábæran yngri flokka feril, hvort sem það er hér á landi, á Spáni eða í Bandaríkjunum. Það er gaman fyrir okkur að vera hluti af hans vegferð og gaman fyrir hann að vera hluti af flottu liði og verða hluti af sterkri liðsheild sem myndast hefur á tímabilinu og undanfarin ár. Við erum afskaplega glöð með þessa niðurstöðu,“ segir Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftnesinga.

„Ég hlakka til að koma aðeins heim til Íslands og spila í Subway deildinni. Ég er ótrúlega þakklátur Kjartani Atla og öllum í stjórninni hjá Álftanes að gefa mér þetta tækifæri. Kjartan Atli er einn af efnilegustu þjálfurum á landinu og það verða miklar fyrirmyndir með mér í liðinu“ segir Róbert Sean Birmingham.

Við bjóðum Róbert hjartanlega velkominn til okkar í Katalóníu Garðabæjar! 💜

Fréttir
- Auglýsing -