spot_img
HomeFréttirRóbert Sean mun klára tímabilið á Íslandi

Róbert Sean mun klára tímabilið á Íslandi

Njarðvíkingurinn Róbert Sean Birmingham mun koma til Íslands og klára tímabilið. Staðfestir Róbert þetta í samtali við Körfuna fyrr í dag.

Róbert Sean er 19 ára gamall og að upplagi úr Njarðvík, en hann hefur á síðustu árum leikið fyrir ungmennalið Baskonia á Spáni og er núverandi leikmaður Concord Academy í bandaríska high school boltanum. Þá hefur hann einnig verið einn af burðarrásum sterkra yngri landsliða Íslands á Norðurlanda- og Evrópumótum. Samkvæmt Róberti mun hann þó ekki stoppa lengi við á Íslandi, en líkt og komið hafði fram fyrir áramót mun hann ganga til liðs við fornfrægt lið Indiana State í bandaríska háskólaboltanum á næsta tímabili.

Samkvæmt Róberti mun hann á næstu dögum ákveða með hvaða liði hann ætlar að leika restina af tímabilinu á Íslandi, en þrátt fyrir að hann sé skráður sem leikmaður Njarðvíkur hér á landi gat hann ekki staðfest að það væri það lið sem hann myndi ganga til liðs við. Samkvæmt honum mun hann geta hafið leik á Íslandi í febrúar.

Fréttir
- Auglýsing -