Róbert Sigurðsson, leikstjórnandi Fjölnis sagði eftir leikinn gegn KR að allt væri óljóst með framhaldið hjá liðinu. Eitt væri þó víst að þeir færu núna niður í 1. deild og ætli sér beint upp aftur. Sagði svo ekkert vilja tjá sig um hvort hægt væri að toga hann frá liðinu fyrir næstu leiktíð.
Mynd: Róbert í leik Fjölnis og KR. (Bára Dröfn)



