spot_img
HomeFréttirRobert Horry: Þetta snýst ekki um peninga

Robert Horry: Þetta snýst ekki um peninga

16:17

{mosimage}
(Gamli karlinn vill taka eitt ár í viðbót)

Framherji San Antonio Spurs, Robert Horry, sagði í viðtali að hann væri ekki tilbúinn að leggja skóna á hilluna og stefndi á að taka eitt tímabil í viðbót. Hann vonast til að taka eitt tímabil í viðbót með San Antonio eða Houston og mun það verða hans 17. tímabil.

,,Ég vil ekki hætta, sérstaklega ekki eins og síðasta ár var hjá mér. Ég veit að ég hefði getað staðið mig betur.”

Horry setti met í úrslitakeppninni yfir flesta leikna leiki og fór hann fram úr Kareem Abdul-Jabbar og er kominn með 244 leiki. Jabbar lék 237.

,,Í mínum síðasta leik vil ég ganga af velli sveittur. Undanfarið hef ég klárað tímabilið án þess að leika og ég vil ekki enda þannig.”

,,Þetta snýst ekki um peninga. Ég vil bara fá lágmarkslaun. Ég hef þénað nóg. Ég vil bara vera með strákunum og keppa og skemmta mér,” sagði Horry sem vill taka eitt ár í viðbót með San Antonio en ef það er ekki hægt þá vill hann fara til Houston þar sem hann var fyrstu fimm árin sín.

[email protected]

Mynd: AP

Fréttir
- Auglýsing -