12:00
{mosimage}
(Tekur hann eitt tímabil í viðbót?)
Hinn aldni Robert Horry hefur ekki enn gert upp hug sinn hvort hann reimi á sig skóna næsta tímabil eða leggji þá á hilluna. Horry sem verður 38 ára í sumar hefur leikið 17 leiktíðar í deildinni með þremur liðum, Houston, L.A. Lakers og nú San Antonio. Á þessum tíma hefur hann unnið alls 7 sjö titla og er hann sigursælasti leikmaður deildarinnar sem enn er að spila.
Í úrslitakeppninni setti hann met en enginn hefur leikið jafn marga leiki í úrslitakeppninni eins og hann eða 244, fór hann fram úr Kareem Abdul-Jabbar. Þessar 17 leiktíðir sem hann hefur spilað hefur lið hans ávallt farið í úrslitakeppnina.
Horry sagði það ekki öruggt að hann muni snúa á ný á parketið og eins og staðan er í dag er aðeins 80% líkur á því að hann spili næsta tímabil. ,,Ég er alveg óákveðinn. Ég vil spila, 80% af mér vill spila og ég er viss um leið og ég fer í íþróttahúsið og sé fólk drippla boltanum breytist þessi tilfinning í 100%. Þannig að við þurfum bara að bíða og sjá,” sagði Horry sem er samningslaus í sumar.
Mynd: AP



