spot_img
HomeFréttirRóbert eftir svekkjandi tap í Grindavík "Ætlunin er að klára tvo síðustu...

Róbert eftir svekkjandi tap í Grindavík “Ætlunin er að klára tvo síðustu leikina með sóma”

Róbert Sigurðsson leikstjórnandi ÍR-inga var eðlilega svekktur eftir leikinn gegn Grindavík í kvöld og hafði þetta að segja:

“Við vorum góðir, bara mjög góðir, í fyrri hálfleik og höfðum alla möguleika á að fara til leikhlés með virkilega gott forskot. En Grindvíkingar eru hins vegar mjög gott lið og við vissum að þeir höfðu ekkert gefist upp. En ég er svekktur með að klára fyrri hálfleikinn svona illa, vorum með átján stiga forskot þegar lítið var til leikhlés. En okkur tókst ekki að halda þeim frá okkur á síðustu sirka þremur mínútunum og þeir komust aftur inn í leikinn.

Í síðari hálfleik var þetta í raun bara stál í stál og eflaust skemmtilegur og pottþétt spennandi leikur; en það var hrikalega sárt að fá 3ja stiga körfu, sigurkörfu, á síðustu andartökunum í andlitið – ótrúlega svekkjandi.

Við erum núna úr leik varðandi úrslitakeppnina og þurfum að kyngja því. Ætlunin er að klára tvo síðustu leikina með sóma og sigri,” sagði Róbert í spjalli við Körfuna eftir leik.

Hérna er meira um leikinn

Fréttir
- Auglýsing -