spot_img
HomeFréttirRob Hodgson tekur við Val

Rob Hodgson tekur við Val

17:32

{mosimage}

Nú fyrir stuttu barst fréttatilkynning frá Val um að þeir hafi ráðið Rob Hodgson sem þjálfara liðsins.

  Fréttatilkynningin í heild:Robert Hodgson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks Vals í körfu næstu þrjú árin.  Það er mikill fengur fyrir félagið að fá Rob til starfa og eru miklar væntingar bundnar við hann næstu árin hjá Val.Rob hefur þjálfað og spilað með Þór frá Þorlákshöfn sl þrjú ár með góðum árangri.  Rob  mun einnig leika með liðinu en hann var meðal annars valinn í Stjörnuliðið á síðasta tímabili í efstu deildinni.Rob hefur leikið í Frakklandi, Póllandi og Portúgal, auk þess hefur hann þjálfað í Bandaríkjunum og í Kína.Rob er með mikla reynslu sem þjálfari og leikmaður sem kemur til með að hjálpa Val í þeirri miklu uppbyggingu sem hefur átt sér stað undan farin misseri og mun halda áfram næstu árin í einni glæsilegustu aðstöðu landsins.

Það eru spennandi tímar framundan í körfunni hjá Val og við eigum von á góðum liðstyrk á næstu dögum enda öll umgjörð hjá félaginu eins og best er á kosið.

Mynd: www.valur.is

 

 

Fréttir
- Auglýsing -