spot_img
HomeFréttirRob Hodgson og Sævaldur Bjarnason : ?Við spiluðum frábæra vörn?

Rob Hodgson og Sævaldur Bjarnason : ?Við spiluðum frábæra vörn?

21:30

{mosimage}

Þjálfarateymi Valsmanna var að vonum ánægðir með spilamennsku sinna manna í dag; „við byrjuðum kannski full stressaðir eða Ármann einfaldlega mjög ákveðnir, en við komum okkur aftur inn í leikinn og þegar við náðum forskotinu litum við aldrei til baka.” 

Valsliðið pressaði stíft allan seinni hluta leiksins og Sævaldur var mjög ánægður með þá varnarvinnu, „við spiluðum frábæra vörn og ég var mjög ánægður með kraftinn í varnarleiknum.”  Valsmenn voru einu stigi frá stigaskori sínur úr seinasta leik þegar þrijða leikhluta lauk en Sævaldur var mjög ánægður með hversu vel boltinn rúllaði í sóknarleiknum og „við settum skotin okkar niður, en það gæti verið munurinn á þessum tveimur liðum.”  Sævaldur vildi meina að munurinn á þessum leik og þeim sem á undan hafa komið var að Valsmenn héldu haus þrátt fyrir að hafa náð forystu í leiknum.  „Við höfum náð miklu forskoti í öllum leikjunum en þeir hafa alltaf náð að komast aftur inn í leikinn,  það gerðist ekki í dag.”  Rob Hodgson sagði liðið hafa lagt mikla áherslu á varnarleikinn fyrir leikinn í dag. „Við lögðum mikla áherslu á George Byrd og Steinar Kaldal og vildum auka hraðann í sóknarleiknum og fyrir mér var það það sem gerði gæfumuninn.”

Rob líst vel á FSu fyrir úrslitaviðureignina, „þeir eru með fínt lið en þeir hafa marga möguleika.  Þeir unnu sína rimmu og þetta eru tvö bestu liðin að spila til úrslita.”  Rob vildi einnig hvetja fólk til að mæta en eins og hann orðaði það sjálfur “ It’s going to be a hell of a series”

Gísli Ólafsson

Mynd: [email protected]

 

Fréttir
- Auglýsing -