spot_img
HomeFréttirRob Hodgson og Sævaldur Bjarnason: ?Við höfum þá?

Rob Hodgson og Sævaldur Bjarnason: ?Við höfum þá?

9:00

{mosimage}

Þjálfarateymi Valsmanna, Rob Hodgson og Sævaldur Bjarnason, voru að vonum ánægðir með sigur á móti Ármanni í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í 1. deild karla.  „Sigur er sigur, við erum ánægðir með það og þetta var hörkuleikur.”  Valsmenn hafa heimavallarréttindin í seríunni og þeim tókst því að halda þeim með sigrinum í kvöld.  „Það var það fyrsta sem við ætluðum okkur, ekki gefa þeim sigur hérna.”

Valsmenn hafa núna ekki tapað heimaleik síðan í lok nóvember. Sævaldur var á því að Ármann þyrfti núna að sýna fram á ágæti sitt  „Það tala allir um hversu góðir þeir eru en þeir verða að koma hingað og berjast en við ætlum að berjast fyrir okkar á okkar heimavelli.”  Rob var sammála þessu og sagði „Þannig er þetta í úrslitakeppninni, við þurfum að halda heimavallaréttinum og við höfum hann núna, þess vegna þurfum við að fara á laugardaginn og setja pressuna á þá.”  Rob er á því, eins og allir leikirnir milli þessara liða í vetur, að þetta verði hörkuleikur, þeir eiga eftir að koma sterkir á laugardaginn.  Allir leikir okkar við þá hafa endað með minna en 4 stiga mun.” 

Sævaldur var á því að þeir hefðu hleypt Ármanni of mikið inní leikinn. „Við byrjuðum mjög sterkir, við vorum ekki að klára skotin í öðrum leikhluta gegn svæðisvörninni, þannig að þeir fengu sjálfstraustið aftur.  Þetta er reynslumikið lið og góða leikmenn svo við verðum að halda haus allan tíman.  Við stóðum okkur vel í dag, Höddi (Hörður Hreiðarsson) stóð sig frábærlega gegn George Byrd og Craig (Walls) þegar hann var að dekka hann og héldu örlítið aftur, þó hann hefði 18 stig.  Okkur fannst hann vera orðinn þreyttur undir lokin og var að klikka á vítaskotunum þannig að við vorum ánægðir með okkar frammistöðu í vörninni í kvöld.  Eina skiptið sem okkur fannst þeir vera inní leiknum var í byrjun fjórða leikhluta svo ég myndi segja að við höfðum þá.”

 

Gísli Ólafsson

 

Mynd: [email protected]

 

Fréttir
- Auglýsing -