spot_img
HomeFréttirRob Hodgson: Ég er ánægður með stelpurnar

Rob Hodgson: Ég er ánægður með stelpurnar

 20:26

{mosimage}

Rob Hodgson þjálfari 16 ára liðs kvenna hefur staðið í ströngu á Norðurlandamótinu í Solna í Svíþjóð.  16 ára lið kvenna hefur sýnt miklar framfarir á mótinu og endaði í 4. sæti eftir tap í jöfnum leik gegn Danmörku um þriðja sætið. Karfan.is heyrði í Rob og lék forvitni á að vita hvort hann væri sáttur við mótið.

 {mosimage}

Rob, þið lékuð annan daginn í röð gegn Danmörku.  Þið töpuðuð stórt í gær en voruð í hörkuleik í dag, ertu sáttur við frammistöðu liðsins?
Klárlega, ég er mjög ánægður með hversu mikill kraftur var í leik liðsins allan tímann í dag.  Ég held að munurinn í dag hafi legið í því að við vorum að klikka á skotum sem við setjum vanalega og við vorum að tapa aðeins of mörgum boltum og ef við hefðum gert aðeins betur með þetta tvennt þá hefðum við unnið í dag.  Ég var samt mjög ánægður með stelpurnar því við náðum að stjórna hraðanum og tókum fleiri fráköst en Danmörk annan leikinn í röð og ég er stoltur af því þar sem við erum með mjög lágvaxið lið.  Stelpurnar börðust vel og við lékum okkar bolta.

Liðið virtist ná að bæta sig leik frá leik í gegnum mótið, þú sagðir mér um daginn að það hefði verið aðalmarkmið ykkar á þessu móti.  Ertu sáttur við hvernig liðið þróaðist?
Já, við lærðum að við þurfum að spila af meiri krafti og meiri hraða.  Mér fannst við gera það, mér fannst við standa okkur vel í að stýra hraðanum í leikjunum og spila þar með okkar leik sem er hraður leikur þar sem við pressum mikið allan völlinn.  Okkur gekk vel að fá góð skot í sókninni og hreyfing án bolta og svæði á milli sóknarmanna batnaði með hverjum leik og í lokaleiknum þá vorum við í fullum séns að vinna leikinn.  Við fengum góð opin skot sem bara duttu ekki í dag.

Fréttir
- Auglýsing -