Atli Fannar Bjarkason ritstjóri Nútímans hóf sorgarferli sitt í gærkvöldi eftir að Tindastóll féll úr leik í undanúrslitum Domino´s-deildar karla. Atli er mikill stuðningsmaður Tindastóls og bauð upp á eftirfarandi tíst-runu:
Til hamingju, Haukar og takk fyrir tímabilið, Tindastóll!
Get ekki beðið eftir næsta #dominos365
— Atli Fannar (@atlifannar) April 12, 2016
Tindastóll úr keppni. Hefjum sorgarferlið. Fyrsta stig er afneitun.
Hver kemur með á oddaleikinn í Hafnarfirði á föstudaginn? #dominos365
— Atli Fannar (@atlifannar) April 12, 2016
Næsta stig er reiði. Erum við nú farin að dæma andskotans fót án þess að það sé viljandi?!?! Hvaða amateur hour er í gangi hérna?!?!
— Atli Fannar (@atlifannar) April 12, 2016
Þriðja stigið er samningsviðræður.
Getum við ekki skoðað þristinn í lokin aftur? Var tíminn runninn út? Fór klukkan af stað á réttum tíma??
— Atli Fannar (@atlifannar) April 12, 2016
Fjórða stig er þunglyndi.
…
Nenni ekki að pæla í þessu. Hata körfubolta.
Ætla aldrei að horfa á körfubolta aftur.
— Atli Fannar (@atlifannar) April 12, 2016
Fimmta stigið er sátt. Það kemur tímabil eftir þetta tímabil. Áfram Tindastóll!
— Atli Fannar (@atlifannar) April 12, 2016