spot_img
HomeFréttirRisavaxinn fimmtudagur!

Risavaxinn fimmtudagur!

Í kvöld hefst tuttugasta umferðin í Domino´s-deild karla og nú er heldur betur farið að gæta titrings um alla deild. Fjórir leikir sem allir hafa gríðarlega þýðingu og allir að sjálfsögðu á hinum herrans tíma 19:15.

Leikir kvöldsins í Domino´s-deild karla, 19:15

KR – Keflavík
Grindavík – Stjarnan
Skallagrímur – Tindastóll
Þór Þorlákshöfn – ÍR

KR slapp með nauman sigur úr Ljónagryfjunni í síðasta leik en Íslands- og bikarmeistararnir hafa unnið fjóra heimaleiki í röð. Keflvíkingar að sama skapi hafa ekki misstigið sig síðan Friðrik Ingi tók við liðinu og sitja í 6. sæti með 20 stig og 3 sigra í röð. Hér verður veisla og hún í beinni á Stöð 2 Sport.

Grindavík og Stjarnan mætast í Mustad-Höllinni og ef Garðbæingar ætla sér deildarmeistaratitilinn þá þurfa þeir í gegnum Grindvíkinga í kvöld. Grindvíkingar hafa unnið þrjá útileiki í röð en töpuðu síðasta heimaleik. 

Borgnesingar berjast fyrir lífi sínu í deildinni þegar þeir taka á móti Tindastól. Von er á látum í Fjósinu sem fyrr því Stólarnir eru að berjast um deildarmeistaratignina að sama skapi og mikið í húfi. 

Þá verður hörku leikur í Þorlákshöfn þar sem Þór tekur á móti ÍR. Þór lá í síðustu umferð en ÍR hefur tapað síðustu þremur útileikjum. 

Staðan í deildinni

Í 1. deild karla eru svo þrír leikir á dagskrá í kvöld og þeir hefjast líka allir kl. 19:15. FSu fær Fjölni í heimsókn, Hamar tekur á móti Breiðablik og ÍA fær Val upp á Skipaskaga.

Leikir kvöldsins í 1. deild karla, 19:15

FSu-Fjölnir
Hamar-Breiðablik
ÍA-Valur

Staðan í 1. deild karla

Mynd/ Davíð Eldur – Tóti Túrbó og félagar í KR fá Keflavík í heimsókn í kvöld.

Fréttir
- Auglýsing -