spot_img
HomeFréttirRisaskilti LeBron fjarlægt í Cleveland

Risaskilti LeBron fjarlægt í Cleveland

 
Enn af viðbrögðum Cleveland við brotthvarfi LeBron James til Miami Heat. Nú hafa iðnaðarmenn lokið við að fjarlægja risavaxið Nike auglýsingaskilti sem hafði staðið fyrir framan Quicken Loans Arena í Cleveland.
Skiltið var tekið niður eftir að LeBron tilkynnti að hann myndi semja við Miami Heat og skömmu síðar voru nokkrir svekktir stuðningsmenn Cleveland sem grýttu grjóti í skiltið.
 
Talsmaður Nike sem haft var samband við sagði fyrirtækið enn ekki hafa ákveðið hvað gert verið við skiltið sem var Nike auglýsing með mynd af LeBron að sjálfsögðu undir yfirskriftinni: We are all Witnesses.
 
Ljósmynd/ AP: Skiltið fjarlægt sem hafði staðið fyrir utan heimavöll Cleveland síðustu sjö ár.
 
Fréttir
- Auglýsing -