Ísland hefur leik á lokamóti EuroBasket 2025 komandi fimmtudag 28. ágúst í Katowice í Póllandi.
Karfan kom við á opnum blaðamannafundi liðsins í dag og ræddi við bakvörð liðsins Elvar Már Friðriksson um ólíkt hlutverk hans á þessu móti samanborið við EuroBasket 2017, undirbúning Íslands fyrir lokamótið, hverjir möguleikar liðsins séu á mótinu og afhverju hann hafi lítið leikið í seinni hálfleik æfingaleiksins gegn Litháen.



