spot_img
HomeFréttirRimman um Reykjanesbæ í Ljónagryfjunni

Rimman um Reykjanesbæ í Ljónagryfjunni

Einn af stórleikjum vetrarins fer fram í kvöld þegar innansveitarkrónika Njarðvíkur og Keflavíkur verður háð í Ljónagryfjunni. Leikurinn er sá síðasti í fimmt umferð Domino´s deildar karla en liðin eru jöfn í 8.-9. sæti deildarinnar með 4 stig. Viðureign liðanna á síðustu leiktíð í Ljónagryfjunni var allsvakaleg þar sem flautuþristur frá Gunnari Ólafssyni réði úrslitum og Keflvíkingar fögnuðu sigri.
 
 
Leikurinn verður í beinni útsendingu hjá Stöð 2 Sport og það þarf vart að tyggja það ofan í heimafólk að mæta snemma því uppselt var á leik liðanna í fyrra.
 
Staðan í Domino´s deild karla
Deildarkeppni
Nr. Lið U/T Stig
1. KR 5/0 10
2. Haukar 4/1 8
3. Tindastóll 4/1 8
4. Stjarnan 3/2 6
5. Snæfell 3/2 6
6. Grindavík 2/3 4
7. Þór Þ. 2/3 4
8. Njarðvík 2/2 4
9. Keflavík 2/2 4
10. ÍR 1/4 2
11. Fjölnir 1/4 2
12. Skallagrímur 0/5 0
 
 
Mynd/ Gunnar kláraði leikinn fyrir Keflavík í fyrra með þrist!
 
  
Fréttir
- Auglýsing -