spot_img
HomeFréttirRiley óáttur við Hinrich

Riley óáttur við Hinrich

22:33 

{mosimage}

 

 

(Wade kenndi sér eymsla, Hinrich til varnar) 

 

Stjörnuþjálfarinn Pat Riley, þjálfari meistara Miami Heat, er óhress með Kirk Hinrich, leikmann Chicago Bulls þessa dagana en hann sakar Hinrich um að meiða stórstirnið Dwyane Wade á úlnlið í leik Bulls og Heat á miðvikudagsnótt. Bulls höfðu sigur í leiknum 109-103.

 

Atvikið átti sér stað í fyrsta leikhluta liðanna þegar Hinrich var að elta Wade í gegnum hindrun sem sett hafði verið upp fyrir Wade. Riley ásakar Hinrich um að toga í Wade með þeim afleiðingum að Wade meiddist á úlnlið og varð skömmu síðar frá að víkja úr leiknum. Sjálfur segir Hinrich að hann ætli ekki að láta Pat Riley hafa áhrif á sig og segist hafa verið að vinna sína vinnu er hann elti Wade í gegnum hindrunina með þeim afleiðingum að Wade meiddist. Hinrich sagði einnig að þegar varnarmenn eru að eltast við sóknarmenn í gegnum hindranir þá sé mikið um líkamleg átök og þá geti menn meiðst.

 

Ástand úlnliðarins hjá Wade er ekki talið slæmt og líklegt þykir að hann verði klár strax í næsta leik. Ben Gordon hefur komið liðsfélaga sínum Hinrich til varnar og segir að hann hafi verið að skila sinni venjubundnu varnarvinnu og einfaldlega hafi verið um óheppilegt slys að ræða og segir það fremur ódýrt af Riley að vera með svona ásakanir í garð Hinrich.

 

Wade hefur hingað til átt stórkostlegt tímabil með 28,6 stig og 8,2 stoðsendingar að meðaltali í leik en meistarar Miami hafa ekki náð að sýna sitt rétta andlit til þessa þar sem þeir hafa unnið 13 leiki og tapað 15.

 

Mynd – AP

Fréttir
- Auglýsing -